TVÖ RANNSÓKNARVERKEFNI HLUTU STYRK ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS

Stjórn Öldrunarfræðafélags Íslands veitti miðvikudaginn 4.júní tvo styrki úr vísindasjóði félagsins vegna verkefna á sviði rannsókna í öldrunarfræðum. Árlega er veitt úr sjóðnum og fór afhending styrkjanna fram á Hrafnistu í Reykjavík og hlutu eftirfarandi framlag í ár:

 Meistaraverkefni Jóhönnu Ósk Eiríksdóttur fékk styrk að upphæð 250.000,- til að rannsaka: „Heilsufar, færni, einkenni og þarfir íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem hafa í mesta lagi sex mánaða áætlaðar lífslíkur samanborið við aðra íbúa“.

Leiðbeinandi er Ingibjörg Hjaltadóttir.

Doktorsverkefni Bergþóru Baldursdóttur fékk styrk að upphæð 250.000,- til að rannsaka: „Jafnvægisstjórnun hjá einstaklingum sem hlotið hafa úlnliðsbrot í kjölfar byltu og áhrif skynþjálfunar“.

Aðalleiðbeinandi er Ella Kolbrún Kristinsdóttir.

Frekari upplýsingar

Fyrir hönd Öldrunarfræðafélagsins

Sigurbjörg Hannesdóttir

Formaður ÖFFÍ

Reykjavík 5.júní 2014

Deildu þessu á:

Facebook