VEL HEPPNAÐUR NÁMSDAGUR 16. OKTÓBER 2014

Námsdagur ÖFFÍ og Endurmenntunar Háskólans fór fram 16. október 2014 og heppnaðist hann vel. Fyrirlesarar voru Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur, Hanna Lára Steinson félagsráðgjafi, Hildur Þráinsdóttir iðjuþjálfi, Guðlaug Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur og Ragnheiður Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og Msc. í öldrun. Námsdagurinn bar titilinn “Heilabilun – að lifa með reisn”. Rætt var m.a. um minningarvinnu, einstaklingsmiðaða þjálfun og mikilvægi hreyfingar hjá heilabiluðum. Á myndinni hér að ofan til vinstri eru áhugasamir gestir á námsdeginum og til hægri sést Líney flytja áhugaverðan fyrirlestur sem bar titilinn “Umönnun heilabilaðra, byrði eða blessun?”.

Deildu þessu á:

Facebook