Um félagið

  • Starfar að því að auka þekkingu í málefnum er varða aldraða, að efla rannsóknir á sviði öldrunarfræða, að vera opinberum aðilum til ráðuneytis í málefnum aldraðra
  • Leggur áherslu á að auka fræðilega umræðu meðal fagfólks, að kynna hið nýjasta sem er að gerast í öldrunarfræðum hverju sinni, að taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi stofnana og samtaka er láta sig varða málefni aldraðra.
  • Heldur námsstefnur og starfrækir Vísindasjóð. Félagið er aðili að Öldrunarráði Íslands, formaður þess á sæti í samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Félagið á fulltrúa í stjórn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ).
  • Er aðili að Nordisk Gerontologisk Forum (NGF; http://www.ngf-geronord.se/) norrænum samtökum öldrunarfræðafélaga, ásamt Félagi íslenskra öldrunarlækna. NGF gefur út fréttabréfið Gero-Nord og heldur ráðstefnur í samvinnu við móðurfélögin á Norðurlöndum.
  • Félagsmenn eru um 300, og endurspegla þeir þverfaglega starfsemi félagsins. Má þar nefna félagsfræðinga, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa, lækna, presta, sálfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, þroskaþjálfar, ófaglært starfsfólk og svo forstöðumenn og deildarstjóra ýmissa félaga og stofnana er starfa í þágu aldraðra og svo fjölmargir aðrir sem láta sig málefni aldraðra varða. Árgjald er 2150 kr. Félagsmenn fá fréttabréfið GeroNord í rafrænni útgáfu, auk tilkynninga og upplýsinga um það sem er að gerast á vegum félagsins. Félagið öllum opið.

Upplýsingar varðandi skráningu í félagið

Ef þú vilt skrá þig í félagið vinsamlegast hafðu þá samband við [email protected]