STYRKVEITING ÚR VÍSINDASJÓÐI ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS

Stjórn Öldrunarfræðafélags Íslands (ÖFFÍ) veitti fimmtudaginn 17.mars 2016 tvo styrki til rannsóknarverkefna á sviði öldrunarmála sem unnin verða á næstunni. Vísindasjóður Öldrunarfræðafélags Íslands var stofnaður 1984 til styrktar vísinda- og rannsóknarstarfsemi í öldrunarfræðum.

Styrkveitingar úr vísindasjóði 2016 eru:

Kristbjörg Sóley Hauksdóttir

“Eiga aldraðir áhyggjulaust ævikvöld? Rannsókn á viðhorfum, þekkingu og reynslu starfsfólks af ofbeldi gegn öldruðum inn á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu”

Sigríður Ósk Ólafsdóttir

“Einmannaleiki meðal aldraðra á hjúkrunarheimilum á Íslandi”

Frekari upplýsingar veitir formaður félagsins Sigurbjörg Hannesdóttir sími 6939559 eða á netfang [email protected]

Frá vinstri: Sigurbjörg Hannesdóttir formaður ÖFFÍ, Guðrún Reykdal stjórn vísindasjóðs ÖFFÍ, Kristbjörg Sóley Hauksdóttir styrkhafi, móðir Sigríðar Ósk Ólafsdóttur styrkhafa, Ingibjörg Hjaltadóttir formaður vísindasjóðs ÖFFÍ

Deildu þessu á:

Facebook