Nýtt fréttabréf Norræna öldrunarfræðafélagsins NGF.

Nýjasta útgáfa GeroNord fréttabréfsins, nr.1/2023 hefur verið birt á heimasíðu félagsins.
Smellið hér til að lesa í vafra. Einnig er hægt að lesa .pdf skjal hér neðar. Skjalið má vista og senda áfram á áhugasama, til dæmis innan vinnustaðar.

Í GeroNord má lesa um næstu Norrænu öldrunarfræðaráðstefnuna, 27 NKG í Stokkhólmi í Svíþjóð sumarið 2024 ásamt stöðu mála í öldrunarþjónustu í Noregi. Einnig eru fréttir um aðrar ráðstefnur og viðburði sem eru á döfinni. Nývarin doktorsverkefni eru kynnt og áhugaverð fagtímarit á sviði öldrunar. Inngang skrifar formaður stjórnar NGF, Nordisk Gerontologisk Forum / Nordic Gerontological Federation, Jette Thuesen frá Öldrunarfræðafélagi Danmerkur.

Stutta grein eftir formann stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands, Sirrý Sif Sigurlaugardóttur félagsráðgjafa, er jafnframt að finna með upplýsingum um áhugavert COST verkefni sem Ísland er aðili að.

Njótið lestursins.

Deildu þessu á:

Facebook