Hádegisfyrirlestur ÖLD

Hlúum að andlegri vellíðan á óvissutímum -15 góð ráð og 3 jákvæð inngrip. Eftir að samkomutakmarkanir voru settar á hafa verið töluverðar takmarkanir á félagslegum samskiptum. Þessar ráðstafanir eru auðvitað nauðsynlegar og góðar til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, en ekki eins góð fyrir andlega heilsu okkar. Við erum félagsverur og skortur á nánum félagslegum samskiptum getur haft neikvæð áhrif á andlega heilsu okkar. Auk þess upplifum við mikla óvissutíma, sem getur leitt til þess að við finnum fyrir óöryggi og kvíða. Samkvæmt nýlegu Þjóðarpúlsi Gallup finnur um fjórðungur landsmanna fyrir kvíða vegna COVID-19 og 70% landsmanna hafa áhyggjur af efnahagslegum áhrifum veirunnar. Kvíði og áhyggjur eru eðlileg viðbrögð við þeim fáheyrðu aðstæðum sem erum að upplifa í dag. Þegar áhyggjurnar verða hins vegar óraunhæfar eða viðvarandi geta þær valdið vanlíðan og haft neikvæð áhrif á daglegt líf. Hvernig getum við tryggt að við höldum andlegri heilsu á þessum óvissutímum? Í hádegisfyrirlestrinum fimmtudeginum 29.október 2020 kl. 12 verður farið yfir 15 góð ráð og 3 jákvæð inngrip en markmiðið með þeim er að stuðla að jákvæðum tilfinningum, jákvæðri hegðun og jákvæðum hugsunum.

Fyrirlesari Ingrid Kuhlman, með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.

Beint streymi verður af facebooksíðu Öldrunarfræðafélags Íslands og hvetjum fólk til að taka virkan þátt. Hægt er að kasta fram spurningum til fyrirlesara á facebook. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Deildu þessu á:

Facebook