Dagur byltuvarna

Dagur byltuvarna var haldin þann 22. September síðastliðinn á Hótel Natura. Þetta var þverfagleg ráðstefna þar sem markmiðið var að fara yfir hvað hefur reynst vel og hvað má betur fara í byltuvörnum. Farið var yfir nýjungar og hver eru næstu skref þegar horft er heildrænt á nálgun í byltuvörnum.

Öldrunarfræðafélag Íslands átti fulltrúa í skipulagningu á ráðstefnudeginum ásamt því að vera með fulltrúa á staðnum. Ýmsar árangursríkar ráðstafanir hafa verið gerðar á síðustu misserum til þess að auka byltuvarnir en betur má ef duga skal og er því auk þess margt spennandi framundan og má þar helst nefna áherslubreytingar í þjálfun og endurhæfingu sem og varðandi lyfjamál.

Þetta var í heildina mjög áhugavert og mikilvægur vettvangur fyrir fagfólk sem starfa við þróun í þessum málaflokki að koma saman og fara yfir nýjungar og hvað hefur reynst vel. Elfa Þöll Grétarsdóttir hjúkrunarfræðingur fór fyrir skipulagsnefndinni og á heiður skilinn fyrir vel heppnaðan dag.

Deildu þessu á:

Facebook