ÝMIS NÁMSKEIÐ Á VEGUM ENDURMENNTUNAR ÍSLANDS

Upplýsingar frá Endurmenntun Íslands til félagsmanna Öldrunarfræðafélags Íslands:

Hér meðfylgjandi er yfirlit yfir nokkur áhugaverð námskeið sem gætu höfðað til ykkar félagsmanna í Öldrunarfræðafélagi Íslands. Listinn er ekki tæmandi, en ávallt má sjá allt námskeiðaframboðið á vefnum okkar, www.endurmenntun.is.
Nám í undirstöðuatriðum hugrænna atferlisfræða:
Við viljum vekja sérstaka athygli stjórnenda á afar góðu námi í undirstöðuatriðum hugrænna atferlisfræða. Námið er einkum ætlað háskólamenntuðu fagfólki innan heilbrigðis-, félags- og menntavísinda en einnig stjórnendum stofnana og fyrirtækja. Námið er ekki meðferðarnám en nemendur öðlast þekkingu og innsýn í aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar á námstímanum. Umsóknarfrestur er til og með 14. mars.

Deildu þessu á:

Facebook