Eldri og betri 2023

Þann 14. september næstkomandi stendur Sóltún heilbrigðisþjónusta fyrir spennandi ráðstefnu í Hörpu með fjölbreyttri dagskrá.

Fyrir hádegi verða ávarpaðar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í öldrunarmálum og eftir hádegi verður fjallað um lausnir.

Nokkrir af fremstu fyrirlesurum málaflokksins verða með erindi og verður ráðstefnan á íslensku, nema fyrirlestrar erlendu gestanna sem verða á ensku.

Willum Þór Þórisson heilbrigðisráðherra setur ráðstefnuna, en fyrirlesarar verða:

  • Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu
  • Prófessor Martin Green, framkvæmdastjóri Care England
  • Steinunn Þórðardóttir, öldrunar- og yfirlæknir heilabilunareiningar LSH
  • Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri Gott að eldast
  • Niels Heuer, framkvæmdastjóri og Mette Sangild Langdahl, sjúkraþjálfari, frá Digirehab Danmörku
  • Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna
  • Dara Ní Ghadhra, rekstrarstjóri Cornerstone Healthcare
  • Ingibjörg Eyþórsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sóltúns heilbrigðisþjónustu
  • Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir HSU

Verð til 1. september kr. 14.900,  eftir 1. september kr. 17.900.

Innifalið er morgunhressing, hádegismatur og miðdegishressing.

Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur.

Skráning er hafin, SMELLIÐ HÉR.

Deildu þessu á:

Facebook