EINSTAKLINGSMIÐUÐ ÖLDRUNARÞJÓNUSTA – NÁMSDAGUR Í SAMSTARFI VIÐ ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS, FIMMTUDAGINN 26.FEBRÚAR KL. 12:30-16:30

Á þessu námskeiði er fjallað um einstaklingsmiðaða öldrunarþjónustu og mikilvægi þess að horfa til þarfa einstaklingsins. Á námsdeginum verður litið þverfaglegum augum á öldrunarþjónustu. Námsdagurinn verður fjölbreyttur og áhugaverður fyrir alla þá sem tengjast öldrunarþjónustunni.


Við munum leita til sérfræðinga innan öldrunargeirans og fá sýn ólíkra starfsstétta sem allar eiga það sameiginlegt að leitast við að bæta hag og auka lífsgæði hins aldraða einstaklings. Horft verður til væntinga og þarfa hins aldraða og samspilið milli félagslegra, sálrænna og líkamlegra þátta öldrunar. Fjallað verður um þjónustu fyrir aldraða á eigin heimili. Hugmyndafræði á öldrunarheimilium verður skoðuð. Einnig verður fjallað um reynslu frá öðrum málaflokkum t.d. einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir fatlaða.

Dagskrá:
12:30-12:35
Námsdagur settur – Sigurbjörg Hannesdóttir, formaður Öldrunarfræðafélags Íslands
12:35-13:15
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir , formaður Landssambands eldri borgara – Sjálfræði og öldrun
13:15-13:55
Berglind Magnúsdóttir skrifstofustjóri þjónustu heima á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar – Einstaklingsbundin heimaþjónusta
13:55-14:35
Helga Hansdóttir, læknir – Einstaklingsmiðuð læknisfræði – hvað er það?
14:35-14:55
Kaffipása
14:55-15:35
Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri – Aðstæðubundið sjálfræði og öldrun
15:35-16:15
Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ – Ekkert er alltaf eins!
16:15-16:30
Umræður

Ávinningur þinn:

• Verða meðvitaðri um einstaklingsmiðaða þjónustu í öldrunargeiranum.
• Aukin vitneskju varðandi þjónustu á eigin heimili og á stofnunum.
• Breiðari þverfagleg sýn á málefni aldraða.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem tengist öldrunarþjónustu en er öllum opið. Félagar í Öldrunafræðafélagi Íslands fá 12 % afslátt á námskeiðið.

SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ:

16. febrúar 2015

Verð við snemmskráningu:17.000 kr.
Almennt verð:18.700 kr.

KENNSLA / UMSJÓN:

Sigurbjörg Hannesdóttir formaður Öldrunarfræðafélags Íslands. Ýmsir sérfræðingar koma að námskeiðinu.

HVENÆR:

Fim. 26. feb. 12:30 – 16:30

HVAR:

Endurmenntun,Dunhaga 7.

Deildu þessu á:

Facebook