Alzheimerkaffi – fræðsla um næringu

Vakin er athygli á næsta Alzheimerkaffi í Reykjavík þar sem tveir næringarfræðingar munu fjalla um mikilvægi næringar. Smellið hér til að fara á viðburðinn á Facebook.

Víða í Evrópu eru rekin svokölluð Alzheimer Café sem eru í raun um tveggja tíma viðburður þar sem fram fer fræðsla, spjall, kaffi, hljóðfæraleikur og gjarnan söngur. Hugmyndin er ættuð frá Hollandi. Þar í landi eru starfrækt um 200 slík kaffihús.


Alzheimerkaffi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um áskoranir fólks með þennan sjúkdóm. Einnig að vera vettvangur fyrir nýjungar og þróun.

Dagskrá:
Starfsmenn Alzheimersamtakanna kynna tilgang og markmið með Alzheimerkaffi.
Erindi dagsins er: Matarlyst og áherslur í mataræði á efri árum. Með hækkandi aldri fer matarlyst gjarnan minnkandi.
Farið verður yfir mikilvægi þess að fylgjast með matarlyst og fæðuinntöku. Auk lykilatriða í mataræði á efri árum og hjá einstaklingum með heilabilun. Berglind Soffía Blöndal og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir eru klínískir næringarfræðingar (MSc) og doktorsnemar í næringarfræði. Berglind starfar sem klínískur næringarfræðingur hjá Heilsuvernd, þar sem stór hluti af starfi hennar felst í næringarmeðferð eldra fólks. Vilborg starfar sem aðjúnkt við Háskóla Íslands, þar sem hún sinnir kennslu við Matvæla- og næringarfræðideild.

Kaffi – Söngur með undirleik.
Kaffigjald kr. 500.-
Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn

Deildu þessu á:

Facebook