Prenta

STYRKUMSÓKN VÍSINDASJÓÐS 2017 ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAG ÍSLANDS

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

 

oldrun 1

 

Hægt er að sækja um styrk í Vísindasjóð félagsins. Síðasti skiladagur umsókna er mánudagurinn 9. Janúar 2017.

Hér er umsóknareyðublað í Word-skjali: Umsóknareyðublað fyrir styrk úr vísindasjóði ÖFFÍ

Hér er leiðbeiningarskjal varðandi umsókn í vísindasjóð ÖFFÍ: Leiðbeiningarskjal Vísindastjóðs ÖFFÍ 

Umsóknir berist rafrænt á eyðublaði Vísindasjóðs ÖFFÍ: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hámarksupphæð styrks árið 2017 er 300.000 kr.

Umsóknareyðublaðið er Word skjal sem þarf að byrja á að vista á sinni tölvu, fylla síðan út þar og meðhöndla sem venjulegt ritvinnsluskjal.

Vinsamlega sendið ekki fylgiskjöl með umsókninni nema brýna nauðsyn beri til. Allar nauðsynlegar upplýsingar eiga að koma fram á umsóknareyðublaðinu. Spurningarlista má þó senda með í sérskjali. Ekki þarf að senda inn spurningalista sem eru þekktir eða staðlaðir.

Ef aðalumsækjandi sendir ekki sjálfur tölvupóstinn með umsókninni er beðið um að nafn hans komi fram í efnislýsingu (subject) tölvupóstsins.Sendandi fær tölvupóst um móttöku umsóknar og eru umsækjendurnir beðnir að fylgjast með því.

Nánari upplýsingar fást hjá Ingibjörgu Hjaltadóttur formanni Vísindasjóðs ÖFFÍ (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Vísindasjóður ÖFFÍ veitir ekki fleiri en einn styrk til sama verkefnis hverju sinni. Sjóðurinn veitir ekki styrki til rannsókna sem þegar er búið að framkvæma.

Kveðja

Sigurbjörg Hannesdóttir

Formaður Öldrunarfræðafélags Íslands

 

 

Prenta

Námstefna um viðbrögð við ofbeldi gagnvart öldruðu fólki.

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið


Grand Hótel mánudaginn 12. apríl kl. 12:30 – 16:00

oldrun-1                      öldrunarráð

12:30 – 13:00 Skráning

13:00 – 13:10 Setning


13:10 – 13:40 Hlutverk starfsmanna öldrunarþjónustu í forvörnum gegn ofbeldi.
Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.


13:40 – 14:00 Aðkoma og úrræði lögreglu.
Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi.


14:00 – 14:20 „Er samfélagslegt ofbeldi gagnvart eldra fólki vandamál á Íslandi?".
Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir.


14:20 – 14:40 Kaffi


14:40 – 15:00 Hversu margir litir eru í litrófi samfélagsins? - Um birtingarmyndir ofbeldis á hjúkrunarheimilum. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna.

15:00 – 15:20 „Tilfinningalegt ofbeldi gagnvart öldruðum". Ása Guðmundsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði.

15:20 – 15:40 Úrræði lögræðislaga nr. 71/1997 gegn fjárhagslegri misnotkun aldraðra.
Ásrún Eva Harðardóttir, lögfræðingur og fagstjóri lögráðamála Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.


Fundarstjóri Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri þjónustu heim, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.


Skráning: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Aðgangur 2.500.- kr. Greiðist við inngang.
Athugið að ekki mögulegt að taka við debet- eða kreditkortum.