Prenta

Styrkumsókn Vísindasjóðs 2016 Öldrunarfræðafélag Íslands

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Vísindsjóður

Styrkumsókn 2016oldrun-1

Hægt er að sækja um styrk í Vísindasjóð félagsins. Síðasti skiladagur umsókna er mánudagurinn 12. Janúar 2016. Hægt er að fá umsóknina í Word-skjali og leiðbeiningar varðandi styrkumsóknina hjá formanni félagsins: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknir berist rafrænt á eyðublaði Vísindasjóðs ÖFFÍ: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hámarksupphæð styrks árið 2016 er 300.000 kr.

Umsóknareyðublaðið er Word skjal sem þarf að byrja á að vista á sinni tölvu, fylla síðan út þar og meðhöndla sem venjulegt ritvinnsluskjal.

Vinsamlega sendið ekki fylgiskjöl með umsókninni nema brýna nauðsyn beri til. Allar nauðsynlegar upplýsingar eiga að koma fram á umsóknareyðublaðinu. Spurningarlista má þó senda með í sérskjali. Ekki þarf að senda inn spurningalista sem eru þekktir eða staðlaðir.

Ef aðalumsækjandi sendir ekki sjálfur tölvupóstinn með umsókninni er beðið um að nafn hans komi fram í efnislýsingu (subject) tölvupóstsins. Sendandi fær tölvupóst um móttöku umsóknar og eru umsækjendurnir beðnir að fylgjast með því.

Nánari upplýsingar fást hjá Ingibjörgu Hjaltadóttur formanni Vísindasjóðs ÖFFÍ (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Vísindasjóður ÖFFÍ veitir ekki fleiri en einn styrk til sama verkefnis hverju sinni. Sjóðurinn veitir ekki styrki til rannsókna sem þegar er búið að framkvæma.

Kveðja

Sigurbjörg Hannesdóttir

Formaður Öldrunarfræðafélags Íslands

 

Prenta

Málþing með Allen Power

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Heilabilun – meira en sjúkdómur og lyfjameðferð

Málþing með Allen Power MD í samstarfi við

Öldrunarfræðafélag Íslands og Öldrunarheimili Akureyrar

                     21. september 2015 kl. 13.00 – 16.00 Akureyri, Austurbyggð 17                  

22. september 2015 kl. 13.00 – 16.00 Reykjavík, Neskirkja

Allen Power, MD sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, prófessor í lyflækningum við University of Rochester, New York, er höfundur bókanna Dementia Beyond Drugs (2008) og Dementia Beyond Disease (2014). Bækur hans hafa vakið mikla athygli og hlotið fjölda viðurkenninga.

Dr. Power hefur þróað eigin aðferðir út frá hugmyndafræði persónumiðaðrar umönnunar og þjónustu, hann styðst við kenningar m.a frá Tom Kitwood og Jane Verity. Með sinni nálgun og í samstarfi við Eden Alternative samtökin, hefur hann þróað ákveðnar aðferðir og bætir við „verkfærum“ sem stuðla að persónu-  og tengslamiðaðri meðferð.

Dr. Power leggur áherslu á mikilvægi hugmyndafræði, viðhorfa og menningar í þjónustu við aldraða. Hann leggur áherslu á að þjónustan miði að vellíðan á öllum mannlegum sviðum og  á forsendum þess er þiggur þjónustuna.

Síðari bók hans fjallar m.a. um 7 lykilþætti vellíðunar og mikilvægi þeirra í daglegu lífi.

Dr. Power er í alþjóðlegum samstarfshópi: „Bridging the GAP“ GLOBAL ACTION ON PERSONHOOD IN DEMENTIA, ásamt Jóni Snædal öldrunarlækni.

Fræðslan fer fram á ensku. Allir áhugasamir velkomnir.

Verð 5000 kr. sem greiðist á staðnum (ekki posi ).                                                              

Vinsamlega skráið ykkur hér: https://docs.google.com/forms/d/1l7XbmJlTXR0H-_CcCxym2XctWAZTG43F7KqPZ49kkf8/viewform

 

eden

 ha

faas

grund

 hrafnista