Prenta

Lagabreytingatillaga frá stjórn ÖFFÍ

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Lagabreytingatillaga frá stjórn ÖFFÍ lögð fram á aðalfundi félagsins 13. mars 2019

 

6. gr. Nefndir

Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórn skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi auk tveggja varamanna. Kosið er sérstaklega í embætti stjórnarmanna. Enginn má sitja í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil í senn, nema sem varamaður.

Lagt til að verða svona:

6. gr. Nefndir
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórn skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi auk tveggja varamanna. Kosið er sérstaklega í embætti stjórnarmanna. Enginn má sitja í stjórn lengur en
fjögur kjörtímabil í senn, nema sem varamaður.

Prenta

aðalfundur Öldrunarfræðafélags Íslands 2019

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

lógó

Ágæti félagsmaður                                                                                                                          10.febrúar 2019

Aðalfundur Öldrunarfræðafélagsins verður haldinn                    

miðvikudaginn 13. mars 2019 kl. 16:30 á

Hrafnistu í Reykjavík, sal Sjómannadagsráðs

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar og visindasjóðs.

2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

3. Kosning stjórnar félagsins, sbr. 6. gr.

4. Kosning stjórnar vísindasjóðs félagsins, sbr. 8. gr.

5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.

6. Árgjald ákveðið.

7. Lagabreytingar, sbr. 11. gr.

8. Önnur mál.

 

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á veitingar og einnig fer fram úthlutun styrkja úr Vísindasjóði félagsins.

Fyrir hönd stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands

Sigurbjörg Hannesdóttir

formaður

Prenta

Námskeið í mars

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

lshHeilabilunareining Landspítalans á Landakoti

"Ég finn ekki orðin"

Málstol sem einkenni í heilabilun

Námskeiðið er haldið í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík

miðvikudaginn 13. mars 2019 kl. 13:00-16:00

Námskeiðið verður endurtekið fimmtudaginn 14. mars kl. 13:00-16:00

Dagskrá

 12:45              Skráning

13:05               Málstol í heilabilun - Helga Eyjólfsdóttir Öldrunarlæknir

13:40               Greining og meðferð við málstoli - talmeinafræðingur

14:15               Kaffihlé 

14:35               Samskipti - tjáskipti við einstakling með málstol – talmeinafræðingur           

15:10              Kyngingarvandi - talmeinafræðingur                                   

15:45               Fyrirspurnir og umræður

Þátttökugjald er kr. 3.500, staðgreitt

Skráning fer fram á netinu, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og skal þar koma fram: Nafn og kennitala þátttakanda, ef vinnustaður greiðir fyrir þá þarf einnig að koma fram nafn og kennitala viðkomandi stofnunar og hver er ábyrgur fyrir greiðslu. Reikningur verður sendur til viðkomandi stofnunar eftir námskeiðið.

Starfsfólk LSH greiðir ekki fyrir þátttöku.

Lokadagur skráningar er 11. mars 2019

Ekki er tekið við greiðslukortum.

Vinsamlega hafið því reiðufé meðferðis.