Úthlutun úr Vísindasjóði 2022

Miðvikudaginn 20. apríl síðastliðinn var úthlutað úr Vísindasjóði Öldrunarfræðafélags Íslands fyrir árið 2022. Úthlutunin fór fram fyrir aðalfund félagsins og var síðasta verk fráfarandi stjórnar Vísindasjóðs. Ný stjórn ÖLD og Vísindasjóðs var skipuð á aðalfundi. Nánar verður greint frá því síðar.

Árið 2022 voru veittar 300.000 kr.- úr vísindasjóði til vísindarannsókna. Tvær umsóknir bárust í sjóðinn og var önnur þeirra valin til að fá styrkinn; Stefanía Sif Traustadóttir meistaranemi við Háskólann á Akureyri. Heiti rannsóknarinnar er:  „Þarfir óformlegra umönnunaraðila aldraða einstaklinga með heilabilun sem búa heima“ Leiðbeinendur hennar eru Dr. Kristín Þórarinsdóttir og Olga Ásrún Stefánsdóttir, aðjúnkt.

Í stjórn Vísindasjóðs Öldrunarfræðafélags Íslands sátu:

  • Ingibjörg Hjaltadóttir formaður Vísindasjóðs, PhD, Sérfræðingur í öldrunarhjúkun á meðferðarsviði Landspítala og prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
  • Ólöf Guðný Geirsdóttir, PhD, næringarfæðingur og dósent hjá Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands
  • Guðrún Björk Reykdal, MA, félagsráðgjafi og staðgengill framkvæmdastjóra gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar í Félagsmálaráðuneyti

Ingibjörg Hjaltadóttir og Stefanía Sif Traustadóttir.

Stjórn Öldrunarfræðafélags Íslands óskar Stefaníu Sif innilega til hamingju með styrkinn.

Deildu þessu á:

Facebook