AÐALFUNDUR ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS 22.MARS 2018

 2.mars 2018

Ágæti félagsmaður                                                                  

Aðalfundur Öldrunarfræðafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 16:00 á Hrafnistu í Reykjavík, sal Sjómannadagsráðs

Dagskrá fundar

  1. Skýrsla stjórnar og vísindasjóðs.
  2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
  3. Kosning stjórnar félagsins, sbr. 6.gr.
  4. Kosning stjórnar vísindasjóðs félagsins, sbr. 8.gr.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs
  6. Árgjald ákveðið
  7. Lagabreytingar, sbr. 10.gr.

Lagt er til að í grein 6 verði bætt við lið 6 sem er svo hljóðandi: Stjórn skal skipuð af fulltrúum að minnsta kosti 4 fagstétta innan öldrunarþjónustunnar. Undantekningar má gera ef ekki tekst að skipa í öll stjórnarsæti.

Lagt er til að grein 4 liður undir dagskrá aðalfundar sem er svo hljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar, vísindasjóðs og ritnefndar verði breytt í : 1. Skýrsla stjórnar og vísindasjóðs.

Lagt er til að liður 5 í 4.grein verð tekinn út: 5. Kosning ritnefndar, sbr.9.grein.

  1. Önnur mál

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á veitingar og einnig fer fram úthlutun styrkja úr Vísindasjóði félagsins.

Fyrir hönd stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands

Sigurbjörg Hannesdóttir

formaður

Deildu þessu á:

Facebook