Prenta

Lýsa 2018

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

LÝSA – rokkhátíð samtalsins fer fram 7. og 8. september 2018 í Hofi Akureyri.

Markmið hátíðarinnar er að hvetja til uppbyggjandi skoðanaskipta milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálafólks. Á LÝSU gefst tækifæri til að varpa ljósi á málefni, eiga í samtali við almenning og ráðamenn og leita eftir stuðningi við hagsmunamál.Lýsa

Skráning fer fram á heimasíðu Lýsa: http://www.lysa.is/skraning/ 

Sjá nánar á facebooksíðu Lýsa 2018: Farsæl öldrun þrátt fyrir heilsubrest-er hún möguleg?

 

Prenta

Nordic Gerontological Federation 2018

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

ngflogo

Nýtt fréttablað NGF
www.ngf-geronord.se/geronord/GeroNord1-2019.pdf
GeroNord - News on research, developmental work and education within the ageing area in the Nordic Countries
NGF var stofnað 1974 og eru regnhlífarsamtök öldrunarfræða í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Aðalmarkmið NGF er að styðja, skipuleggja og auka rannsóknir, þróun og menntun í öldrunarfræðum innan Norðurlandanna. Nánari upplýsingar eru: www.ngf-geronord.se

Fréttabréf félagsins er hægt að nálgast hér:

2019

 http://www.ngf-geronord.se/geronord/GeroNord1-2019.pdf

2018

 http://www.ngf-geronord.se/GeroNord1-2018.pdf

http://www.ngf-geronord.se/GeroNord2-2018.pdf

http://www.ngf-geronord.se/GeroNord3-2018.pdf

2017

 http://www.ngf-geronord.se/GeroNord3-2017.pdf

http://www.ngf-geronord.se/GeroNord1-2017.pdf

http://www.ngf-geronord.se/GeroNord2-2017.pdf

2016

http://www.ngf-geronord.se/geronord/GeroNord1-2016_.pdf
http://www.ngf-geronord.se/geronord/GeroNord2-4-2016_.pdf

Öldrunarráðstefnur á norðurlöndum

Síðan árið 1973 hafa ráðstefnur verið haldnar á Norðurlöndunum. Næsta ráðstefna verður haldin á Íslandi 3.-6.júní 2020 og þemað er " The Age of aging" https://25nkg.is/

Hér er listi yfir fyrri ráðstefnustaði :

2018 Oslo

2016 Tampere

2014 Gothenburg

2012 Copenhagen   
2010 Reykjavik
2008 Oslo 
2006 Jyväskylä
2004 Stockholm
2002 Aarhus
2000 Reykjavik
1998 Trondheim
1996 Helsinki
1994 Jönköping
1992 Odense
1990 Reykjavik
1988 Bergen
1986 Tampere
1984 Malmö
1983 Copenhagen
1981 Reykjavik
1979 Oslo
1977 Turku
1975 Gothenburg
1973 Århus

Prenta

Aðalfundur Öldrunarfræðafélags Íslands 22.mars 2018

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

 

 2.mars 2018

Ágæti félagsmaður                                                                  

Aðalfundur Öldrunarfræðafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 16:00 á Hrafnistu í Reykjavík, sal Sjómannadagsráðs

Dagskrá fundar

  1. Skýrsla stjórnar og vísindasjóðs.
  2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
  3. Kosning stjórnar félagsins, sbr. 6.gr.
  4. Kosning stjórnar vísindasjóðs félagsins, sbr. 8.gr.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs
  6. Árgjald ákveðið
  7. Lagabreytingar, sbr. 10.gr.

Lagt er til að í grein 6 verði bætt við lið 6 sem er svo hljóðandi: Stjórn skal skipuð af fulltrúum að minnsta kosti 4 fagstétta innan öldrunarþjónustunnar. Undantekningar má gera ef ekki tekst að skipa í öll stjórnarsæti.

Lagt er til að grein 4 liður undir dagskrá aðalfundar sem er svo hljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar, vísindasjóðs og ritnefndar verði breytt í : 1. Skýrsla stjórnar og vísindasjóðs.

Lagt er til að liður 5 í 4.grein verð tekinn út: 5. Kosning ritnefndar, sbr.9.grein.

  1. Önnur mál

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á veitingar og einnig fer fram úthlutun styrkja úr Vísindasjóði félagsins.

Fyrir hönd stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands

Sigurbjörg Hannesdóttir

formaður