Öldrun

Ö L D R U N

Öldrun er fagtímarit sem gefið var út fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu og jafnframt fræðslurit fyrir alla sem umhugað er um málefni aldraða. Öldrun var gefið út frá 1983 og þá fyrst í formi fréttabréfs. Á Ári aldraðra 1999 hlaut það styrk frá Heilbrigðis – og tryggingamálaráðuneyti til að koma því í breytta mynd sem glæsilegu tímariti. Tímaritinu var ætlað að vera vettvangur fræðigreina um öldrunarmál, sem og að miðla fréttum til félagsmanna. Eitt tölublað var gefið út á ári. Síðasta tölublaðið kom út árið 2009.