Félagið

 

Kópavogi 25.03.2010.
 
 
Fundargerð aðalfundar Öldrunarfræðafélagsins 25.03.2010.
Haldinn að Hrafnistu – Kópavogi (Boðaþing)
 
Formaður ÖFFÍ Sigrún Ingvarsdóttir býður gesti velkomna.
Steinunn K Jónsdóttir samþykkt sem fundarstjóri
Ingibjörg Þórisdóttir samþykkt sem, fundarritari.
 
Í stjórn sitja: Sigrún Ingvarsdóttir formaður, Ingibjörg þórisdóttir ritari, Guðlaug Þórsdóttir gjaldkeri, Ása Lind Þorgeirsdóttir iðjuþjálfi og Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur sem jafnframt er fulltrúi ritnefndar Öldrunar. Í varastjórn sátu Jóhanna Marín Jónsdóttir og Guðrún Reykdal.
 
Steinunn tilkynnir að til fundarinns hafi verið boðað með löglegum hætti og fyrirvara og telst því löglegur.
 
 • Sigrún Ingvarsdóttir formaður ÖFFÍ flytur skýrslu stjórnar. Samþykkt.
 • Anna Birna Jensdóttir formaður stjórnar Vísindasjóðs flytur skýrslu stjórnar. Samþykkt.
 • Anna Birna Jensdóttir formaður stjórnar Vísindasjóðs úthlutar styrkjum úr Vísindasjóði.
Styrkhafar eru:
·         Sigurveig H. Sigurðardóttir lektor í félagsráðgjöf við HÍ. Vegna rannsókn á ,,Formlegri og óformlegri þjónustu við aldraðra á Ísland,,
·         Kristín G. Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur vegna meistararannsóknar ,,Ávinningur markvissrara hjúkrunarmeðferðar fyrir fjölskyldur heilabilaðra einstaklinga sem að búa heima,,.
·         Halldóra Viðarsdóttir vegna doktorsverkefnis við Lyðheilsudeild HÍ. ,,Áföll og áhrif þeirra á þróun heilabilunar og heilavefsbreytinga,,.
·         Brynhildur Jónsdóttir vegna MS verkefnis í taugasálfræðilegum verkefnum og formgerð heilarita(EEG).
·         Sólveig Ása Árnadóttir vegna doktorsverkefni við Umeaa í öldrunarsjúkraþjálfun um,, Líkamsvirkni, færni og heilsa eldri Íslendinga í dreifbýuli og þéttbýli,,.
 • Sigrún Ingvarsdóttir formaður ÖFFÍ kynnir reikinga félagsins í fjarveru gjaldkera Guðlaugar Þórsdóttur. Reikningar hafa verið endurskoðaðir af endurskoðendum félagsins Gunnhildi Sigurðardóttur og Jónasi Ragnarssyni og áritaðir. Samþykktir.
 • Guðlaug Guðmundsdóttir gjaldkeri tímaritsins Öldrunar flytur skýrslu ritstjórnar í fjarveru ritsjóra Líneyjar Úlfarsdóttur. Samþykkt.
 • Guðlaug Guðmundsdóttir gjaldkeri tímaritsins Öldrunar kynnir reikninga tímaritsins. Reikningar hafa verið endurskoðaðir og áritaðir af GunnariHaraldssyni endurskoðanda. Samþykktir.
 • Kosning til stjórnar ÖFFÍ.
Guðlaug þórsdóttir læknir gengur úr stjórn, Ragnheiður Halldórsdóttir læknir gefur kost á sér og er einróma kjörin.
Jóhanna M. Jónsdóttir sjúkraþjálfari gengur útr stjórn, Þórlaug Sveinsdóttir sjúkraþjálfari gefur kost á sér og er einróma kjörin
Guðrún Reykdal félagsráðgjafi gengur úr stjórn, Eyrún Jónatansdóttir félagsráðgjafi gefur kost á sér og er einróma kjörin.
Stjórn skipa nú: Sigrún Ingvarsdóttir formaður, Ingibjörg Þórisdóttir ritari , Eyrún Jónatansdóttir gjaldkeri, Ása Lind Þorgeirsdóttir og Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur. sem jafnframt er fulltrúi ritnefndar Öldrunar. Varamenn eru Þórlaug Sveinsdóttir sjúkraþjálfari og Ragnheiður Halldórsdóttir læknir.
 • Kosning í ritnefnd.
Elín Guðjónsdóttir félagsráðgjafi gengur úr ritsjórn,
Sigún Þórarinsdóttir félagsráðgjafi gefur kost á sér og er einróma kjörin.
 • Árgjald samþykkt óbreytt.
 • Kosning endurskoðenda, Gunnhildur Sigurðardóttir og Jónas Ragnarsson gefa áfram kost á sér og eru einróma kjörnir.
 • Önnur mál.
1.       Jón Snædal kynnir 20NKG ráðstefnuna í Reykjavík 31/5 til
Ábyrgð vegna fjárhagslegrar útkomu er að Norrænu félögin bera ½ kostnaðar og isl. Félaögin ½ kostnaðar ef að ráðstefnan stendur ekku undir sér.
Erindi verða 350 fyrirlestrar og veggspjöld
Áætlun er um að 500 manns sæki ráðstefnuna
25/3 voru 150 búnir aðskrá sig
 
2.       Sænskir öldrunarlæknar sögðu sig úr NGF, fannst þeir greiða of mikið. Unnið að því að fá þá aftur inn.
3.       ÖFFÍ er 3ja stærsta félagið
4.       Kynning á Hrafnistu – Kópavogi við Boðaþing. Hrönn Ljótsdóttir