Prenta

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum

5. gr. skipulagsskrár  Rannsóknarsjóðsins: Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður.

Umsóknarfrestur er til og með 10. október

2017 og skulu umsóknir sendar til Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105 Reykjavík.

Frekari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 öldrunarráð

Stjórn Öldrunarráðs Íslands

Prenta

Nordic Gerontological Federation

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

 

 

 

Norræna Öldrunarfræðafélagið (NGF) var stofnað 1974 og þau eru regnhlífarsamtök fyrir öldrunarfræði og öldrunarstofnanir í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Aðalmarkmið NGF er að styðja, skipuleggja og auka rannsóknir, þróun og menntun í öldrunarfræðum innan Norðurlandanna.

Hægt er að lesa meira um NGF á heimasíðu þeirra: http://www.ngf-geronord.se

Fréttabréf félagsins er hægt að nálgast hér:

2017

http://www.ngf-geronord.se/GeroNord1-2017.pdf

http://www.ngf-geronord.se/GeroNord2-2017.pdf

2016

http://www.ngf-geronord.se/geronord/GeroNord1-2016_.pdf
http://www.ngf-geronord.se/geronord/GeroNord2-4-2016_.pdf

Öldrunarráðstefnur á norðurlöndum

Síðan árið 1973 hafa ráðstefnur verið haldnar í norðurlöndunum. Næsta ráðstefna verður haldin í Osló 2018 og þemað er " Lesson of a lifetime"  http://www.ngf-geronord.se/images/BannerNKG2018%201170.jpg

Hér er listi yfir fyrri ráðstefnustaði :

2016 Tampere
2014 Gothenburg
2012 Copenhagen   
2010 Reykjavik
2008 Oslo 
2006 Jyväskylä
2004 Stockholm
2002 Aarhus
2000 Reykjavik
1998 Trondheim
1996 Helsinki
1994 Jönköping
1992 Odense
1990 Reykjavik
1988 Bergen
1986 Tampere
1984 Malmö
1983 Copenhagen
1981 Reykjavik
1979 Oslo
1977 Turku
1975 Gothenburg
1973 Århus

 

Prenta

Málþing og fyrirlestur. Listir og menning sem meðferð: Íslensk söfn og alzheimer.

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Listir og menning sem meðferð: Íslensk söfn og alzheimer

19. september 2017 í Salnum í Kópavogi kl. 20:00

Francesca Rosenberg, deildarstjóri fræðsludeildar Nútímalistasafnsins (MoMA) í New York, heldur fyrirlestur um dagskrána „Meet me at MoMA“.

20. september 2017 kl. 13:00–17:00

Málþing og smiðjur. Tjarnarsal Ráðhússins kl. 13:00–15:00 og

í Listasafni Íslands kl. 15:00–17:00.

Takið dagana frá. Við hlökkum til að hitta ykkur ! Á málþinginu 20. september verður kynning á bókinni Listir og menning sem meðferð: íslensk söfn og Alzheimer. Í henni eru kynntar hugmyndir um hvernig nýta megi listir til að auka lífsgæði fólks með alzheimer og bæta og treysta samband þess við ástvini sína. Alzheimer sviptir einstaklinginn smám saman sjálfsmeðvitundinni en með hjálp lista má að einhverju leyti endurheimta hana. Myndlist og íslenskur menningararfur geta þannig virkjað hugmyndaflugið, tilfinningaminnið og getuna til að eiga í félagslegum samskiptum.

Frummælendur á málþinginu verða:

Francesca Rosenberg deildarstjóri Fræðsludeildar MoMA-listasafnsins í New York, USA

• Jón Snædal forstöðumaður Minnismóttöku Landakots, Landspítali Íslands

• Carmen Antúnez Almagro taugasérfræðingur og forstöðumaður Minnismóttöku Háskólasjúkrahússins Virgen de la Arrixaca í Murcia á Spáni

• Javier Sánchez Merina arkitekt og dósent við arkitektadeild háskólans í Alicante á Spáni

• Sigurjón Baldur Hafsteinssona prófessor safnafræða við Háskóla Íslands

• Halldóra Arnardóttir, listfræðingur, stjórnandi verkefnisins og ritstjóri bókarinnar

Erindi málþingsins verða flutt í Tjarnarsal ráðhússins en síðan flytjum við okkur yfir Fríkirkjuveginn í Listasafn Íslands. Þar geta gestir tekið þátt í smiðjum sem tengjast sýningunum Fjársjóður þjóðar og Taugafold VII / Nervescape VII og leitað svara við því hvernig við skoðum listir og hluti, hvaða tengingar myndast við þá og hvernig þær myndast, í samhengi við alzheimer-sjúkdóminn. Þátttakendum verður skipt niður í hópa þannig að allir geti tekið þátt í öllum smiðjunum. Unnið verður með myndlist, arkitektúr, bókmenntir og tónlist.

Málþingið er opið starfsmönnum safna, þeim sem vinna við dagþjálfun og á dagvistunarheimilum, kennurum og nemendum á framhalds- og háskólastigi og auðvitað listamönnum úr ólíku starfsumhverfi og öðrum úr skapandi greinum.

Bókin Listir og menning sem meðferð: íslensk söfn og Alzheimer verður til sölu á málþinginu en hana verður líka hægt að kaupa í forsölu sem kynnt verður síðar. Háskólaútgáfan gefur bókina út.

Þátttaka er endurgjaldslaus, þökk sé styrktaraðilunum FÍSOS, Landspítala Íslands, Háskóla Íslands, Alzheimersamtökunum, Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Listasafni Íslands. Skráning þátttöku er þó nauðsynleg.

 

Vinsamlegast fyllið út eftirfarandi upplýsingar til að skrá ykkur á málþingið: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScR1EdJJU7CjO1cMt0I-ezYRbuRTo4H_QiMO4dEYrv3BU4gjg/viewform?c=0&w=1&usp=mail_form_link